Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Picea abies ’Pseudoprostrata’
Ættkvísl   Picea
     
Nafn   abies
     
Höfundur   (L.) Karst.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ’Pseudoprostrata’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rauðgreni
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti   P. abies v. pseudo orostrata (Hornib.) Hornib., P. execelsa v. prostrata Hornib. non Schneid.
     
Lífsform   Sígrænn dvergvaxinn runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Dvergform, mjög flatvaxið og breiðvaxið, liggur útbreitt á jöðrum.
     
Lýsing   Ársprotar grófir samt mjög sveigjanlegir í óreglulegum knippum, allmörg í sama plani. Ársvöxtur 1-7 sm. Brum kúlulaga, ljósbrún í óreglulegum grúppum á greinaendunum, líka breytileg að stærð. Barrnálar mislangar, misstórar og vísa í ýmsar áttir, við greinagrunn yfirleitt 8 mm langar, um miðja grein 12 mm og við greinaendann aftur 8 mm langar, grófar, bogadregnar, í þversnið með um 4 loftaugaraðir á hvorri hlið.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar með þokuúðun.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 1988, kól nokkuð fyrsta árið en ekki síðan. Þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Var dreift frá Hillier fyrir 1923 undir nafninu P. abies v. procumbens.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is