Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Chamaecyparis lawsoniana ‘Triomf van Boskoop’
Ættkvísl   Chamaecyparis
     
Nafn   lawsoniana
     
Höfundur   (A. Murray) Parl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Triomf van Boskoop’
     
Höf.   (Grootendorst um 1890)
     
Íslenskt nafn   Fagursýprus
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   KK blóm fagurrauð.
     
Blómgunartími   Snemma vors.
     
Hæð   2-6 m (- 15 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Keilulaga yrki og mjög sterklegt í vexti, allt að 15 m hátt erlendis en mun lægra hér.
     
Lýsing   Nálar blágrænar, með jafna blágræna slikju. Greinar uppréttar og framstæðar, blágrænar, jafn silfraðar, dálítið ljósari að neðan, snarpar viðkomu.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, fremur rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   7, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze.
     
Fjölgun   Græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 2000 og plantað í beð 2001, vetrarskýling 2001-2007. Kal lítið stöku ár eða ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is