Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rhododendron japonicum
Ćttkvísl   Rhododendron
     
Nafn   japonicum
     
Höfundur   (A. Gray) Sur.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjúklyngrós
     
Ćtt   Lyngćtt (Ericaceae).
     
Samheiti   Azalea japonica Gray, A. mollis (S. & Z.) André.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Laxbleikur-múrsteinrauđur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   1-2 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, mjög greinóttur runninni, sem verđur 1-2 m hár. greinar dálítiđ burstahćrđar eđa hárlausar. Hreistur vetrarbrumanna randhćrđ.
     
Lýsing   Lauf öfugegglaga til öfugegglaga-lensulaga eđa öfuglensulaga, 8-10 sm löng, 2-4 sm breiđ, snubbótt, grunnur fleyglaga, randhćrđ, daufgrćn ofan og međ strjála hćringu, bláleit og hárlaus á neđra borđi. Blómin 6-10 saman í klasa, koma á undan laufunum, ilmlaus. Bikar međ litla, snubbótta flipa međ grá hár á jöđrunum. Krónan breiđ-trektlaga, 6-8 sm breiđ, laxbleik-múrsteinrauđ til appelsínulit međ stóran appelsínulitan blett, fínhćrđ utan. Bikar og frćhýđi líka fínhćrđ. Stíll hárlaus, eggleg hćrt. Frćflar 5, frjóţrćđir langhćrđir neđantil, frjóhnappar dökkbrúnir.
     
Heimkynni   N og M Japan.
     
Jarđvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeđ og víđar.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur, sem sáđ var til 1999 og plantađ í beđ 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur mismikiđ, blómstrar af og til.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla   AĐRAR UPPLÝSINGAR: Mjúklyngrósin er mjög lík Kínalyngrós (R. molle (Bl.) G. Don.) og ef til vill ekki ađgrein frá henni.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is