Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rhododendron austrinum
Ćttkvísl   Rhododendron
     
Nafn   austrinum
     
Höfundur   Rehder
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Töfralyngrós
     
Ćtt   Lyngćtt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur-appelsínugulur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   - 3 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni allt ađ 3 m hár. Ungir sprotar međ mjúk hár og kirtilhár, dálítiđ stinnhćđir viđ oddinn. Börkur brúnn.
     
Lýsing   Brumhlífar ţétt hvíthćrđar. Lauf 3-9 sm, oddbaugótt til aflöng-öfugegglaga, fíndúnhćrđ beggja vegna en ţétthćrđari á neđra borđi, randhćrđ. Blómin koma á undan laufunum eđa um leiđ og ţau, 6-15 í hverjum klasa, blómleggir 1 sm langir. Bikar 2 mm, međ mislanga flipa. Króna 3,5 mm, trektlaga, krónupípan sívöl, 2 sm, víkkar snögglega upp á viđ, oftast bleikmenguđ eđa međ 5 purpura rákir, krónuflipar styttri en krónupípan, gulir og appelsínulitir. Eggleg hćrt, međ nokkur kirtilhár. Stíll 2-9 mm, međ stutt hár viđ grunninn. Frćflar 5, 5 sinnum lengri en krónupípan. Hýđi 2-2,5 sm ţakin fíngerđu hári, sum eru kirtilhár. ;
     
Heimkynni   N Ameríka.
     
Jarđvegur   Súr, lífefnaríkur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z6
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning, síđsumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeđ í hálfskugga eđa ţar sem birtan er síuđ til dćmis gegnum trjálauf.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til plöntur sem sáđ var til 1994 og gróđursettar í beđ 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Mismikiđ kal, engin blóm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is