Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Rhododendron aureum
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn   aureum
     
Höfundur   Georgi
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glóðarlyngrós
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Rhododendron chrysanthum Pall.
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ljósgulur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   15-30(-100) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Jarðlægur, sígrænn runni, 15-30 sm, getur orðið allt að 1 m hár.
     
Lýsing   Ársprotar mjög stuttir. Brumhlífar laufa langæar. Laufin eru dökkgræn ofan, fölgræn eða móleit neðan, hér og hvar með restir af hæringu frá unga aldri. Þau eru 2,5-15 sm, egglaga til breið-oddbaugótt, 2-2,5 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus þegar þau eru fullvaxin. Laufjaðrar innundnir. Klasar fremur strjálblóma og 5-8 blóma. Bikar 2-3 mm, flipar hærðir, bogadregnir-þríhyrndir. Krónan 2,5-3 sm, um 3 sm löng, breið-bjöllulaga, oftast ljós gul, oft með doppur. Eggleg þakið rauðleitu hári. Stíll 5 sm, hárlaus. Fræhýði 1 sm. &
     
Heimkynni   Fjöll í Síberíu og Mongólíu, Japan.
     
Jarðvegur   Súr, vel framræstur, lífefnaríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H2
     
Heimildir   1, 7
     
Fjölgun   Sáning, síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð í hálfskugga eða þar sem birtan er síuð.
     
Reynsla   Nokkrar plöntur eru til í Lystigarðinum, keyptar 1993 og 1994 og gróðursettar í beð 2004 og 2006. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, engin blóm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is