Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Vaccinium corymbosum
Ættkvísl   Vaccinium
     
Nafn   corymbosum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fenjabláber
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Cyanococcus amoenus (Aiton) Small; C. atrococcus (A. Gray) Small; C. corymbosus (Linnaeus) Rydberg; C. cuthbertii Small; C. elliottii (Chapman) Small; C. fuscatus (Aiton) Small; C. holophyllus Small; C. margarettae (Ashe) Small; C. simulatus (Small) Small; C. virgatus (Aiton) Small; Vaccinium amoenum Aiton; V. atrococcum (A. Gray) A. Heller; V. australe Small; V. constablaei A. Gray; V. corymbosum var. albiflorum (Hooker) Fernald; V. corymbosum var. glabrum A. Gray; V. elliottii Chapman; V. formosum Andrews; V. fuscatum Aiton; V. simulatum Small; V. virgatum Aiton.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur, dálítið rauðleit.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   100-200 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, 1-2 m hár. Greinar gulgrænar, sívalar til kantaðarm hárlausar eða ögn dúnhærðar rákir, vörtóttar.
     
Lýsing   Lauf hálf-leðurkennd, 3-8 sm, dökkgræn, egglaga til lensulaga, 15-70 × 10-25 mm, heilrend eða jaðrar hvasssagtenntir, appelsínulit til skarlatsrauð að haustinu, hárlaus bæði ofan og neðan, æðastrengir dálítið hærðir á neðra borði. Blómin í þéttum klösum, bikar hárlaus grænn, blámengaður, króna pípu-krukkulaga til mjóegglaga, 6-10 mm, hvít eða dálítið rauðleit, 5-12 mm. Frjóþræðir oftast hærðir. Ber hnöttótt, 8-15 mm, mött, blásvört, mikið döggvuð, sæt og bragðgóð. v. albiflorum (Hook.) Fern. laufin fínlega smátennt til randhærð-sagtennt, skærgræn.
     
Heimkynni   A Norður-Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur, súr jarðvegur
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1, eFloras.org Flora of North America, http://www.backyardgardener.com, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Vaccinium+corymbosum
     
Fjölgun   Með fræi eða græðlingum.
     
Notkun/nytjar   Í beð eða ker.
     
Reynsla   Sáð í Lystigarðinum 1992, gróðursett í beð 2001 og 2010 var ekkert kal og engin blóm.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki af V. corymbosum eru komnar í sölu hérlendis, þ. e. ‘Alvar’, ‘Aino’, ‘North Sky’, ’North Blue’ og ‘Chippewa’.
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Bláber þurfa súran jarðveg. Ef rækta á þessar plöntur í kerum þarf að vökva þær oftar en ella. 2-3 hvert ár ætti að endurnýja moldina í kerinu eða bæta hann með lífrænum áburði. Lyng sem er ræktað í beði þarf reglulega vökvun, en látið jarðveginn þorna á milli, vökvið vel með 2-3 vikna millibili. Plöntuna ætti að rækta í hálfskugga þar sem sólin skín á hana aðeins á kaldasta tíma dagsins. Til að koma í veg fyrir skemmdir vegna frosta ætti að skýla runnanum með því að þekja jarðveginn kringum plöntuna með hálmi eða þurru laufi.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is