Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Colchicum speciosum
Ættkvísl   Colchicum
     
Nafn   speciosum
     
Höfundur   Stev.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eiturlilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt með hnýði.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Föl til djúp bleikpurpura.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   20-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt með hnýði. Hnýðin 5-8 x 2,5-4 sm, aflöng-egglaga, hnýðishýði dauf-millibrún, pappírskennt til hálf-leðurkennt lengist í langæjan háls, allt að 12 sm langan. Lauf 18-25 x 5,5-9,5 sm, vaxa að blómgun lokinni, meira eða minna upprétt, mjó-oddbaugótt til aflöng-lensulaga, hárlaus.
     
Lýsing   Blóm 1-3, bjöllulaga (ekki trektlaga eins og hinn náskyldi Colchicum gigantheum). Blómhlífartrekt græn eða purpura með hvíta slikju, flipar 4,5-8 x 1-2,7 sm, öfuglensulaga til aflöng-öfuglensulaga eða oddbaugótt, föl til djúp bleikpurpura, stundum hvít eða hvít í ginið, dúnhærð eftir hryggjunum í frjóþráðagrópunum. Frjóþræðir 1-1,8 sm, hárlausir. Frjóhnappar 1-1,2 sm, festir á bakinu, appelsínugulir-gulir, frjó djúpgult. Stíll boginn en ekki eða aðeins lítillega útblásinn í oddinn. Fræni ná 2-4 mm niður eftir stílnum. Aldin 4-5 sm, oddbaugótt.
     
Heimkynni   N Tyrkland, Íran, Kákasus.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning (nýtt fræ), skipting á hnausnum þegar plantan er í dvala. Hnýði sett niður í ágúst, 10-15 sm djúpt.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem undirgróður, í kanta.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum 2015. Meðalharðgerð, öll plantan er eitruð.
     
Yrki og undirteg.   'The Gigant' með stór ljósrauðfjólublá blóm, 'Violet Queen' með rauðfjólublá blóm, 'Water Lily' með ofkrýnd blóm, 'Album' hvít blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is