Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Rosa primula
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   primula
     
Höfundur   Boulenger
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lyklarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. ecae Aitchison ssp. primula (Boulenger) Roberts.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   120-180 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Villirós. Uppréttur runni,120-180 sm hár og álíka breiður, einblómstrandi. Greinar grannar, allt að 300 sm, rauðbrúnleitar meðan þær eru ungar, með stinna, beina, dálítið hliðflata þyrna með breiðan grunn. Axlablöðin mjó.
     
Lýsing   Laufin sumargræn, ilma mikið, smálaufin allt að 9 (sjaldan 7-13) oddbaugótt til öfugegglaga eða öfuglensulaga, 0,6-2 sm, ydd eða snubbótt, hárlaus ofan með stóra kirtla á neðra borði, jaðrar með samsettar kirtiltennur. Engin stoðblöð. Blómstæðin slétt. Blómin gul, stök, einföld, 2,5-4,5 sm í þvermál með daufan ilm, fínan reykelsisilm. Bikarblöðin heilrend, hárlaus, upprétt og lengi á nýpunum. Krónublöðin prímúlugul. Nýpur hnöttóttar til öfugkeilulaga brúnrauð til rauðrófurauð, 1-1,5 sm, slétt.
     
Heimkynni   Gömlu Sovétríkin (M Asía) til N Kína.
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H4
     
Heimildir   2, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/145315/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar,sáning, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð.
     
Reynsla   Rosa primula var sáð í Lystigarðinum 2000, plantað í beð 2004, líklega dauð 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is