Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
nitida |
|
|
|
Höfundur |
|
Willd. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Brúðurós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
50-70(-90) sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Villirós. Uppréttur runni um 50-70 sm hár og álíka breiður, einblómstrandi. Stilkar þétt þornhærðir, þyrnar grannir, 3-5 mm langir, rauðleitir. Smálauf 7-9, lang-oddbaugótt, 1-3 sm löng, dökkgræn, glansa mikið á efra borði, verða fallega djúp brúnrauð að haustinu. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin smá, 4-5 sm breið, stök eða nokkur saman, bleik með gula miðju, ilma mikið. Bikarblöð upprétt, mjó, heilrend, kirtilþornhærð, blaðleggirnir líka kirtilþornhærðir. Nýpur glansandi, hnöttóttar, 1 sm breiðar, skarlatsrauðar, dálítið þornhærðar. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Austur N-Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, magur, rakur, vel framrætur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z3 |
|
|
|
Heimildir |
|
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
en.wikipedia.org/wiki/Rosa-nitida,
davesgarden.com/guides/pf/go/81620/#b
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Skifting á rótarhnausnum. Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar. Sáning úti að haustinu (forkælt fræ), sáning í ílát, haft í sólreit eða óupphituðu gróðurhúsi. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beðkanta.
Þolir allt að -40°C. |
|
|
|
Reynsla |
|
Brúðurósinni var sáð í Lystigarðinum 1989 og gróðursett í beð 1994. Þessi planta kelur dálítið, en vex vel. Rósinni var sáð aftur 1997 og gróðursett í beð 2004. Sú planta vex talsvert og blómstraði 2008 en ekki 2009. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|