Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Rosa macrophylla
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   macrophylla
     
Höfundur   Lindl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Flöskurós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-(hálfskuggi).
     
Blómlitur   Millibleikur eða djúpbleikur til blápurpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   -250-400(-500) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runninn verður 250-400(-500) sm hár og er með langar, bogsveigðar greinar, stilkar eru dökkrauðir til purpuralitir, þyrnalausir eða með fáa sterklega, beina þyrna sem vita upp á við, oft í pörum á liðunum. Axlablöð venjulega breið.
     
Lýsing   Smálauf (7-)9-11 talsins, 2,5-6,5 sm, breið-oddbaugótt til mjó-egglaga, ydd eða odddregin, hárlaus á efra borði, dúnhærð og stundum kirtilhærð á neðra borði, jaðrar með einfaldar tennur eða tvísagtenntir. Stoðblöð breið. Blómleggir og blómbotn með kirtilþornhár. Blóm 1-5, einföld, millibleik eða djúpbleik til blápurpura, 5-7,5 sm breið. Bikarblöð næstum jafnlöng og krónublöðin, heilrend, þornhærð og dálítið kirtilhærð á bakhliðinni, breikka í oddinn, upprétt og langæ á nýpunni. Stílar lausir, ekki framstæðir, fræni ullhærð. Nýpur 2,5-4(-7) sm, hálfhnöttóttar til flöskulaga með háls efst, hárauðar og með kirtilþornhár.
     
Heimkynni   Himalaja frá Pakistan austur til V Kína.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór, meðalvökvun, þolir ekki vatnsósa jarðveg.
     
Sjúkdómar   Viðkvæmur fyrir hunangssvepp.
     
Harka   Z7
     
Heimildir   1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, davesgarden.com/guides/pf/go/168822/#b, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+macrophylla
     
Fjölgun   Sáning, sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla (tekur 12 mánði).
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá- og runnabeð.
     
Reynsla   Flöskurósinni hefur tvisvar verið sáð í Lystigarðinum, annarri var sáð 1989 og plantað í beð 1994, hinni var sáð 1990 og plantað í beð 1992. Báðar kólu mikið og voru dauðar 2008. Ein planta sem sáð var 1990 og var plantað í beð 1993 vex þó vel, engin blóm 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is