Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Rosa 'Manning's Blush'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Manning's Blush'
     
Höf.   (Manning, 1799).
     
Íslenskt nafn   Eplarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   120-180 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Rosa ‘Manning´s Blush’ er lítil, falleg eplarós, lægri og þéttari í vextinum en villta eplarósin (R. rubiginosa L.). Runninn er um 120-180 m hár og 90-120 sm breiður, lauf ilmandi. Knúbbarnir eru mjög dauf bleikir. Blómin eru þéttfyllt, hvít með daufa bleika slikju, ilma mikið, ávaxtailmur, einblómstrandi. Blómsætið er oft með smá burstahár.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København http://www.backyardgardener.com http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm davesgarden.om/guides/pf/go/78247/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Rosa ‘Manning´s Blush’ er elsta eplarósayrkið, kom fram 1799.
     
Reynsla   Rosa 'Manning's Blush' var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð sama ár, óx lítið og bar ekki blóm 2008 og 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is