Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Ligularia altaica
Ættkvísl   Ligularia
     
Nafn   altaica
     
Höfundur   DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallaskjöldur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallaskjöldur
Vaxtarlag   Stönglar uppréttir, allt að 100 sm háir.
     
Lýsing   Grunnlauf oddbaugótt, snubbótt, fleyglaga, meira eða minna heilrend. Körfur í þéttum klösum með stoðblððum. Reifar egglaga. Reifablöð 7, aflöng, jaðrar himnukenndir, hár með hak í oddinn. Geislablóm 3-5, gul. Svifhárakrans hvítur, lengri en reifarnar.
     
Heimkynni   Altaifjöll í Mið-Asíu.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Þrífst vel í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fjallaskjöldur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is