Málsháttur Lengi býr að fyrstu gerð.
|
Ættkvísl |
|
Hylomecon |
|
|
|
Nafn |
|
vernalis |
|
|
|
Höfundur |
|
Maxim. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Rjóðurvalmúi* |
|
|
|
Ætt |
|
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Réttara: H. japonica (Thunb.) Prantl in Engler & Prantl. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
15-40 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, 15-40 sm há með gulan mjólkursafa, lítið eitt dúnhærð, verður hárlaus með aldrinum. Jarðstönglar skástæðir, 2-5 sm, hvítir, appelsínugulir þegar að aldinþroska kemur, kjötkenndir, með brúnt himnukennt hreistur. hreistrin kringlótt, 4-8 mm í þvermál. Stönglar uppréttir, grænir eða rauðpurpura, ógreindir, jurtkenndir, rákóttir, hárlausir. Grunnlauf fá með langan legg, blaðkan grænleit á neðra borði, græn á efra borði, 10-15(-20) sm, fjaðurskipt, flipar í 2-3 pörum, breið lensulaga-tígullaga, öfugegglaga-tígullaga eða næstum oddbaugótt, 3-7(-10) x 1-5 sm, hárlaus bæði ofan og neðan, grunnur fleyglaga, jaðrar óreglulega bogtenntir eða tvísagtenntir, stundum skift eða skert eða fjaðurskipt og fliparnir óreglulega skertir aftur, langydd. Stöngullauf oftast 2, sjaldan 3. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómskipunin endastæð, stundum í blaðöxlunum, 1- eða 2(eða3)-blóma. Blómleggir uppréttir, grannir, 3,5-7 sm. Blómknúppar egglaga, 8-10 mm, hárlausir eða lítið eitt hærðir. Bikarblöð egglaga, 1-1,5 sm, með ullhár á víð og dreif eða hárlaus á neðra borði, sköruð í knúppnum. Krónublöð öfugegglaga eða næstum kringlótt, 1,5-2 sm, sköruð í knúppnum, snögglega útflött við blómgun, með stutta nögl neðst. Fræflar gulir, um 6 mm, frjóhnappar kringlóttir eða aflangir. Eggleg um 7 mm, stílar mjög stuttir, fræni með 2 flipa. Fræhýði 5-8 sm x um 3 mm, hárlaus, tvíhólfa, með langæjan stíl allt að 1 sm langan. Fræ eru egglaga, um 1,5 mm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Kína, Japan, Kórea, Rússland (A Síbería). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Lífefnaríkur, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
7 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200009159 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. Auðvelt að skipta. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem undirgróður undir tré og runna. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1983, sem hefur lifað lengi á sama stað og þrifist vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
var. japonica: Flipar grunnlaufa eru óreglulega bogtennt eða tvísagtennt.------
var. subincisa Fedde : Neðstu hlutar grunnlaufa eru skiptir, skertir eða fjaðurskiptir. Neðsti laufhlutinn er einhliða eða tvíhliða skiptur eða skertur. --------------
var. dissecta (Franchet & Savatier) Fedde: Neðstu hlutar grunnlaufa eru skiptir, skertir eða fjaðurskiptir. Lauf eru fjaðurskipt, flipar óreglulega skertir aftur. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|