Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Hylomecon vernalis
Ættkvísl   Hylomecon
     
Nafn   vernalis
     
Höfundur   Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rjóðurvalmúi*
     
Ætt   Draumsóleyjarætt (Papaveraceae)
     
Samheiti   Réttara: H. japonica (Thunb.) Prantl in Engler & Prantl.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Maí-ágúst.
     
Hæð   15-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rjóðurvalmúi*
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 15-40 sm há með gulan mjólkursafa, lítið eitt dúnhærð, verður hárlaus með aldrinum. Jarðstönglar skástæðir, 2-5 sm, hvítir, appelsínugulir þegar að aldinþroska kemur, kjötkenndir, með brúnt himnukennt hreistur. hreistrin kringlótt, 4-8 mm í þvermál. Stönglar uppréttir, grænir eða rauðpurpura, ógreindir, jurtkenndir, rákóttir, hárlausir. Grunnlauf fá með langan legg, blaðkan grænleit á neðra borði, græn á efra borði, 10-15(-20) sm, fjaðurskipt, flipar í 2-3 pörum, breið lensulaga-tígullaga, öfugegglaga-tígullaga eða næstum oddbaugótt, 3-7(-10) x 1-5 sm, hárlaus bæði ofan og neðan, grunnur fleyglaga, jaðrar óreglulega bogtenntir eða tvísagtenntir, stundum skift eða skert eða fjaðurskipt og fliparnir óreglulega skertir aftur, langydd. Stöngullauf oftast 2, sjaldan 3.
     
Lýsing   Blómskipunin endastæð, stundum í blaðöxlunum, 1- eða 2(eða3)-blóma. Blómleggir uppréttir, grannir, 3,5-7 sm. Blómknúppar egglaga, 8-10 mm, hárlausir eða lítið eitt hærðir. Bikarblöð egglaga, 1-1,5 sm, með ullhár á víð og dreif eða hárlaus á neðra borði, sköruð í knúppnum. Krónublöð öfugegglaga eða næstum kringlótt, 1,5-2 sm, sköruð í knúppnum, snögglega útflött við blómgun, með stutta nögl neðst. Fræflar gulir, um 6 mm, frjóhnappar kringlóttir eða aflangir. Eggleg um 7 mm, stílar mjög stuttir, fræni með 2 flipa. Fræhýði 5-8 sm x um 3 mm, hárlaus, tvíhólfa, með langæjan stíl allt að 1 sm langan. Fræ eru egglaga, um 1,5 mm.
     
Heimkynni   Kína, Japan, Kórea, Rússland (A Síbería).
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200009159
     
Fjölgun   Skipting, sáning. Auðvelt að skipta.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður undir tré og runna.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1983, sem hefur lifað lengi á sama stað og þrifist vel.
     
Yrki og undirteg.   var. japonica: Flipar grunnlaufa eru óreglulega bogtennt eða tvísagtennt.------ var. subincisa Fedde : Neðstu hlutar grunnlaufa eru skiptir, skertir eða fjaðurskiptir. Neðsti laufhlutinn er einhliða eða tvíhliða skiptur eða skertur. -------------- var. dissecta (Franchet & Savatier) Fedde: Neðstu hlutar grunnlaufa eru skiptir, skertir eða fjaðurskiptir. Lauf eru fjaðurskipt, flipar óreglulega skertir aftur.
     
Útbreiðsla  
     
Rjóðurvalmúi*
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is