Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Nemesia stumosa 'Carnival'
Ættkvísl   Nemesia
     
Nafn   stumosa
     
Höfundur   Benth. in Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Carnival'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fiðrildablóm
     
Ætt   Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Ýmsir blómlitir, sum blómin tvílit.
     
Blómgunartími   Júní, júlí, ágúst.
     
Hæð   15-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fiðrildablóm
Vaxtarlag   Sjá aðaltegund.
     
Lýsing   Þéttir brúskar, þaktir blómum. Sjá annars aðaltegund.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   9
     
Heimildir   = 1, www.thompson-morgan.com,
     
Fjölgun   Sáning. Sáð í febrúar, mars, apríl við 13-15C°, í góða sáðmold. Fræinu er yfirborðssáð og fræinu þrýst mjúklega niður í moldina. Haldið röku en ekki blautu. Skyggið ekki. Spírun tekur oftast 7-21 dag. Haldið jarðvegshitanum undir 19°C. Þegar kímplönturnar eru orðnar nóu stórar til að handfjatla þær eru þær fluttar í 7,5 sm potta og latnar vaxa við svaar aðstæður. Plönturnar eru svo hertar smámsaman og aðlagaðar hitastiginum utandyra í 10-15 daga áður en þær eru gróðursettar úti þegar frosthættan er liðin hjá á sólríkan stað.
     
Notkun/nytjar   Í sumarblómabeð, í ker og potta, í steinhæðir.
     
Reynsla   Ágætt sumarblóm, vill stundum rotna síðsumars ef votviðrasamt er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fiðrildablóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is