Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Hosta fortunei 'Aureomarginata'
Ættkvísl   Hosta
     
Nafn   fortunei
     
Höfundur   (Baker) L.H. Bailey
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Aureomarginata'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Forlagabrúska
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Hosta fortunei var. aureomarginata, H. 'Obscura Marginata' (fortunei)
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Hálfskuggi, skjól
     
Blómlitur   Ljós blápurpura
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   Allt að 75 sm
     
Vaxtarhraði   Er 2-5 ár að ná fullri stærð.
     
 
Forlagabrúska
Vaxtarlag   Sumargrænn fjölæringur sem myndar brúsk. Laufin eru óskipt, egglaga eða lensulaga, oft flikrótt með fallega liti, breið hjartalaga við grunninn.
     
Lýsing   Blómskipunarleggurinn er uppréttur með drúpandi, trektlaga blóm snemmsumars. Blómin ljós blápurpura á laufóttum 75 löngum stilk. Laufin 20-25 sm löng, með áberandi æðar og óreglulega gula jaðra.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, rakur en vel framræstur, ögn súr eða hlutlaus.
     
Sjúkdómar   Oftast laus við sjúkóma.
     
Harka  
     
Heimildir   https://www.rhs.org.uk/Plants/69718/Hosta-fortinei-var-aureomarginata-(v)/Details?returnurl
     
Fjölgun   Skipting síðsumars eða senmma vors.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í beðkanta, sem undirgróður, í ker. Það getur þurft að verja plöntuna fyrir sniglum.
     
Reynsla   Plantan kom í Lystigarðinn 1996. Sein til. Þrífst vel í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.   H. fortunei (Baker) L.H. Bailey er samnefni H. sieboldiana (Hook.) Engl.
     
Útbreiðsla  
     
Forlagabrúska
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is