Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Asperula tinctorica
Ættkvísl   Asperula
     
Nafn   tinctorica
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Litunarsystir
     
Ætt   Möðruætt (Rubiaceae).
     
Samheiti   G. triandrum
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   - 80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Litunarsystir
Vaxtarlag   Fjölær jurt. Stönglar allt að 80 sm, uppréttir eða útafliggjandi, ógreindir eða greindir, 4-hyrndir með renglur, meira eða minna hárlausir. Neðri laufin 6 í kransi, þau efri oftast gagnstæð, allt að 50 x 3 mm, egglaga, bandlaga til lensulaga, hvassydd eða snubbótt, jaðrar niðurorpnir og dálítið snörp á jöðrunum, hárlaus eða stutt-dúnhærð.
     
Lýsing   Blóm með legg í gisnum 3-greindum kvíslskúf, hvít (rauð í knúppinn), blómleggir allt að 3 mm. Stoðblöð oddbaugótt til egglaga, ydd eða snubbótt, stundum randhærð. Króna trektlaga til pípulaga, pípan allt að 3 mm, flipar 3 allt að 3 mm, hárlausir eða dúnhærðir. Aldin allt að 2 mm breið, hárlaus, dálítið snörp og kornótt.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, grýttur, sendinn, fremur þurr, en rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Asperula+tinctoria, www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasavit/dyers-woodruff
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð. Ræturnar eru notaðar til litunar, liturinn rauður, skær og endingagóður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1975 og gróðursett í beðið (N7-A) 1990. Þrífst mjög vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Litunarsystir
Litunarsystir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is