Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Euonymus sachalinensis
Ættkvísl   Euonymus
     
Nafn   sachalinensis
     
Höfundur   (F. Schmidt.) Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eyjabeinviður
     
Ætt   Beinviðarætt (Celastraceae).
     
Samheiti   Euonymus latifolius v. planipes, E. latifolius v. sachalinensis, E. macropterus v. miniatus, E. miniatus, E. tricarpus.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Laxableikur-rauður.
     
Blómgunartími   Vor-snemmsumars.
     
Hæð   2-3 (-4) m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Eyjabeinviður
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, 2-3 m eða allt að 4 m hár.
     
Lýsing   Lauf gagnstæð, heil, 2 sm, oddbaugótt-öfugegglaga, stutt-odddregin, fleyglaga við grunninn, bogtennt og sagtennt, laufleggur flatur, allt að 10 mm. Skúfur strjálblóma, lítill, fáblóma, blómskipunarleggur grannur, allt að 7 sm. Blóm 5-deild, purpura til dökkrauð. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Græn fræhýði þroskast að haustinu. Aldin 5-hyrnd, allt að 18 mm í þvermál, fagurrauð til appelsínugul.
     
Heimkynni   NA Asía (Japan, Kórea, Sakalín).
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn-leirkenndur, malarborinn, vel framræstur, meðalrakur til rakur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sáning. sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1999 og gróðursettar í beð 2004 og ein planta sem sáð var til 2010, er í sólreit 2013. Þar að auki er til ein planta sem kom undir samnefninu E. planiceps og var gróðursett í beð 2005 sem hefur staðið sig mjög vel. Plantan er líklega eitruð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Eyjabeinviður
Eyjabeinviður
Eyjabeinviður
Eyjabeinviður
Eyjabeinviður
Eyjabeinviður
Eyjabeinviður
Eyjabeinviður
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is