Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Rosa 'Scabrosa'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Scabrosa'
     
Höf.   (Harkness 1960) Bretland.
     
Íslenskt nafn   Ígulrós, garðarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rosa rugosa scabrosa, Rugosa Superba.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rauður-blápurpura.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   90-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Ígulrós, garðarós
Vaxtarlag   Foreldrar: Óþekktir. (Fræplöntur af R. rugosa?). Rosa rugosa blendingur, þéttvaxinn, mjög þyrnóttur runni, 90-120(-250) sm hár og 90-120 m breiður, getur verið klifurrunni.
     
Lýsing   Blómin skállaga, einföld, allt að 12 sm breið með léttan eða sterkan ilm, rauð-blápurpura með gula fræfla, standa lengi. Blómstrar fram á haust a.m.k. stundum. Laufið glansandi, hrukkótt, leðurkennt og ljósgrænt. Haustlitirnir eru fallegir, stórar, tómatrauðar nýpur eru fjölmargar.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Sendinn og leirkenndur, rakur til meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
     
Harka   Z2
     
Heimildir   http://www.backyardgardener.com, http://www.helpmefind.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, davesgarden.com/guides/pf/go/64927/#b, http://www.rhs.org.uk/Plants/99058/RosaScabra-%28Ru%29/29/details?returnurl=%2Fplants%Fsearch-results%3Fcontext%3Db%,
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í ker og runnabeð, í limgerði. Harðgerður og mjög hraustur runni og laus við sjúkdóma. Sólríkur vaxtarstaður.
     
Reynsla   Rosa ‘Scabrosa’ var sáð í Lystigarðinum 1991 og 1994. Þær plöntur vaxa vel, lítið um kal. Blómríkar. Plantað í reit 1994 og 1995 og í beð 2004 og 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Ígulrós, garðarós
Ígulrós, garðarós
Ígulrós, garðarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is