Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Juniperus sabina 'Blue Danube'
Ćttkvísl   Juniperus
     
Nafn   sabina
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Blue Danube'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sabínueinir
     
Ćtt   Sýprisćtt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrćnn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm gulleit.
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   50-100 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sabínueinir
Vaxtarlag   Breiđvaxinn og jarđlćgur runni.
     
Lýsing   Breiđvaxiđ og jarđlćgt yrki. Greinaendar bognir upp á viđ. Ársprotar margir saman. Barr yfirleitt hreisturkennt, inni í plöntunni oft líka nállaga barr, ljósgráblátt.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarđvegur   Léttur, vel framrćstur, fremur magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, síđsumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, í steinhćđir.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur sem keyptar 1990 og 2000 í gróđrarstöđvum, mjög fallegar, ţrífast vel, ekkert kal.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Sabínueinir
Sabínueinir
Sabínueinir
Sabínueinir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is