Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Juniperus chinensis 'Blaauw'
Ættkvísl   Juniperus
     
Nafn   chinensis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Blaauw'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kínaeinir
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn dvergrunni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm gulleit, kvenblóm græn.
     
Blómgunartími   Haust.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Kínaeinir
Vaxtarlag   Dvergvaxið yrki, sem er runnkennt og lítur út eins og blágrænt form af 'Plumosa'.
     
Lýsing   Aðalgreinar eru næstum allar á einni hliðinni og ársprotar alltaf uppsveigðir, eins og fjöður í laginu, en samt stífir, næstum súlulaga form í ræktun. Smágreinar fjölmargar. Allar nálar hreisturlaga, þéttar, grábláar, af og til líka með strjált, sýllaga barr innan í plöntunni.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í steinhæðir, í beð, í ker.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 2005 og gróðursett í beð það ár. Þrífst vel, ekkert kal.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Kínaeinir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is