Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Salvia sclarea
Ćttkvísl   Salvia
     
Nafn   sclarea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljómasalvía
     
Ćtt   Varablómaćtt (Lamiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt eđa tvíćr.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rjómalitur og lilla til bleikur eđa blár.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   - 100 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Ljómasalvía
Vaxtarlag   Fjölćr eđa tvíćr jurt, allt ađ 100 sm há. Stönglar uppréttir mikiđ greindir, 4-kantađir, hrjúfir, kirtildúnhćrđir.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 23 x 12 sm, legglaus eđa međ legg, heil, egglaga-aflöng, grunnur gegnvaxinn eđa hjartalaga, jađrar skörđóttir til trosnađir, hrukkótt, laufleggur allt ađ 9 sm, lóhćrđur. Blómin í 2-6 blóma krönsum, gisin, í margblóma skúf eđa klasa, blómleggir allt ađ 3 mm, stođblöđ allt ađ 35 x 25 mm, íhvolf, egglaga, mjó-hvassydd, randhćrđ, himnukennd, hvít eđa bleik til blápurpura eđa lillalit. Bikar allt ađ 1 sm, egglada til bjöllulaga, víkka út ţegar aldiniđ ţroskast, hrukkótt, kirtil-pikkuđ, dúnhćrđ, efri vörin íhvolf, broddydd-ţrítennt, međ gróp, tennur á neđri vör mjó-hvassydd eđa međ týtu til ţyrnitennt. Króna allt ađ 3 sm, rjómalit og lilla til bleik eđa blá, pípan innilukt, útţanin ofantil, hreistruđ, efri vör samandregin og sigđlaga. Aldin allt ađ 3 x 2 mm.
     
Heimkynni   Evrópa - M Asía.
     
Jarđvegur   Frjór, međalrakur, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeđ.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarđinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarđi Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Ljómasalvía
Ljómasalvía
Ljómasalvía
Ljómasalvía
Ljómasalvía
Ljómasalvía
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is