Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Potentilla nitida f. albiflora
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   nitida
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   f. albiflora
     
Höf.   F.Saut.
     
Íslenskt nafn   Glitmura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   5 sm.
     
Vaxtarhraði  
     
 
Glitmura
Vaxtarlag   Þýfður, silfurgrár, dúnhærður fjölæringur, allt að 5 sm hár.
     
Lýsing   Stilkar allt að 10 sm háir. Lauf þrískipt, smálauf allt að 1 sm, öfuglensulaga til öfugegglaga. Oddur venjulega þrítenntur, silfur-silkihærður, axlablöð lensulaga. Blóm 1-2 talsins, endastæð, 2-3 sm eða meira í þvermál. Bikarblöð mjó-þríhyrnd, lengri en utanbikarblöðin, utanbikarblöð bandlaga. Krónublöð allt að 1,2 × 1 sm, hvít, dekkri við grunninn, sýld í oddinn, lengri en bikarblöðin.
     
Heimkynni   SV & SA Alpafjöll.
     
Jarðvegur   Magur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Glitmura
Glitmura
Glitmura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is