Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Syringa josikaea 'Villa Nova'
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   josikaea
     
Höfundur   Jacq. f. ex Rchb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Villa Nova'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gljásýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól, þolir nokkurn skugga, en þá blómstrar plantan minna.
     
Blómlitur   Fjólublár.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   2-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gljásýrena
Vaxtarlag   Runni með uppréttar greinar.
     
Lýsing   Lauffellandi, stórvaxinn runni, sem verður 2-3(-4) m hár, er með uppréttar greinar, sem bera gnótt af fjólubláum blómklösum. Blómin ilma dálítið.
     
Heimkynni   Klón.
     
Jarðvegur   Venjuleg garðmold, kalkrík, rök og vel framræst.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.ingibjörg.is, http://sites.google.com, http://leita.gardplontur.is, Jóhann Pálsson, Garðyrkjuritið 1998, bls. 13-15
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakir runnar, í þyrpingu. Harðgerður runni og saltþolinn.
     
Reynsla   Er ekki til í Lystigarðinum. Þrífst vel meðal annars í Grasagarði Reyjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   UPPLÝSINGAR: Uppruninn er óþekktur, en þessi sýrena er ein úr hópi nokkurra sýrena sem var komið í geymslu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, en var aldrei sótt. Ein þeirra var síðar (eða um 1970) gróðursett við nýbyggt hús framkvæmdastjóra skóræktarfélagsins. Klónið fékk yrkisnafnið ‘Villa Nova’
     
Gljásýrena
Gljásýrena
Gljásýrena
Gljásýrena
Gljásýrena
Gljásýrena
Gljásýrena
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is