Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Aconitum napellus ssp. vulgare
Ættkvísl   Aconitum
     
Nafn   napellus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. vulgare
     
Höfundur undirteg.   (Rchb.) Rouy et Foucaud.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallahjálmur
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Fjólublár eða blár.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallahjálmur
Vaxtarlag   Stönglar 90 sm. Laufin þétt saman neðan við blómskipunina, klofin alveg niður, flipar oftast mjóir oftast skiptir meira en hálfa leið að miðrifi, flipar mjó-bandlaga, langyddir, 1-8 mm breiðir.
     
Lýsing   Blómskipunin ógreind eða greinótt, endastæði hlutinn stærri en axlastæðu hlutarnir, fremur þéttblóma, með hrokkin hár. Blómin fjólublá eða blá. Hjálmur 7-14 x 11-18 mm, hvolflaga, mjúkhærður. Sporar beinir. Fræhýði oftast 3, fræ með vængi á hornunum, hliðar sléttar eða ögn hrukkóttar.
     
Heimkynni   V Alpar, Pýreneafjöll.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, í raðir, í þyrpingar.
     
Reynsla   Harðgerð planta. Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2013.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fjallahjálmur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is