Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Aconitum fischeri
Ćttkvísl   Aconitum
     
Nafn   fischeri
     
Höfundur   Rchb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gljáhjálmur
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Léttur skuggi, hálfskuggi - sól.
     
Blómlitur   Dökk purpurablár.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hćđ   60-90 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Gljáhjálmur
Vaxtarlag   Stönglarnir eru uppréttir, 100 sm háir, hćrđir, međ um 20 lauf. Laufleggurinn er 6,5-10 sm langur, hćrđur. Blađkan er 8 x 12 sm til 12 x 15 sm. djúpskert. Blágrćnt lauf, ţykkt og leđurkennt, glansandi á efra borđi, breiđ skipt í 3-flipa.
     
Lýsing   Blómskipunin er endastćđ međ 4-6 blóm. bikarblöđin eru purpurablá. Neđri bikarblöđin eru 1 sm löng, hliđarbikarblöđ eru 2 sm löng, efsta bikarblađiđ er 2,5 sm langt međ stutta trjónu. Krónublöđin eru hárlaus. nöglin er 0.8 sm löng. Blómin dökk purpurablá. Vörin er 0,45 sm löng og gaffalgreind í oddinn, sporinn er hringvafinn og 0,2 sm langur. Frćflarnir eru hárlausir. Kvenlíffćri eru úr 3 hćrđum frćvum. Frćhulstur eru 1,5 sm löng og hárlaus. Frćin eru 0,25 sm löng.
     
Heimkynni   A Asía ( N-Japan, A Rússland).
     
Jarđvegur   Frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Aconitum+fischeri, davesgarden.com/guides/pf/go/1550/#b, plantlust.com/plants/aconitum -fischeri, - Christoph Wiart 2012: Medicinal Plants of China. Korea and Japan
     
Fjölgun   Sáning, frćinu er sáđ sem fyrst í sólreit. Skipting, helst ađ vorinu en líka er hćgt ađ gera ţađ ađ haustinu.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, í fjölćringabeđ. Ţarf ekki uppbindingu. Öll plantan er eitruđ. Notuđ sem lćkningaplanta í Kína.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta sem sáđ var til 1983 og gróđursett í beđ 1987, ţrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Gljáhjálmur
Gljáhjálmur
Gljáhjálmur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is