Páll Ólafsson, Ljóđiđ Vetrarkveđja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Campanula lactiflora
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   lactiflora
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjólkurklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti   Campanula biserrata C. Koch
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Ljólblár, fölblár, hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-sept.
     
Hćđ   0.7-1,5m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Mjólkurklukka
Vaxtarlag   Fjölćringur međ fremur stinnum hárum, stönglar uppréttir, allt ađ 1,5 m. Jarđstönglar gildir, kjötkenndir og greindir. Blómstönglar sterkbyggđir, uppréttir, greinóttir međ ţétt lauf.
     
Lýsing   Stofnstćđu laufin mjó-egglaga til egglaga-aflöng, ţunn, tvísagtennt, leggstutt, milligrćn. Blómstönglar eru greinóttir ofan til og bera stóra toppa međ geysilegum fjölda blóma. Blóm upprétt í breiđum, laufóttum, strjálblóma skúf, stilkuđ. Enginn aukabikar. Króna um 2,5 sm, breiđbjöllulaga, flipar útstćđir, klofnir niđur ađ miđju, undanrennubláir, dofnar út í hvítt í miđjunni. Stíll nćstum ekki út úr blóminu. Hýđi opnast međ götum neđst. Ţarf góđa uppbindingu.
     
Heimkynni   Kákasus, V Asía
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstrur, frjór, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning (ekki skipta nema algjöra nauđsyn beri til)
     
Notkun/nytjar   Beđ, hugsanlega undirgróđur í skóglendi
     
Reynsla   Harđger, langlíf, afar falleg og ţrífst vel í garđinium
     
Yrki og undirteg.   'Loddon Anna' 90 sm há planta, blóm lillableik. 'Macrantha' fjólublá-purpuralit blóm.
     
Útbreiđsla  
     
Mjólkurklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is