Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Campanula barbata
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   barbata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skeggklukka
     
Ćtt   Campanulaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr, stundum skammlíf
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Ljósgráfjólublár
     
Blómgunartími   Ágúst-sept.
     
Hćđ   0.2-0.4m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Skeggklukka
Vaxtarlag   Uppréttur, ţýfđur, dúnhćrđur, oft skammlífur fjölćringur međ djúpstćđar rćtur, flest blöđ í hvirfingu viđ jörđ, grófhćrđir stönglar og blöđ.
     
Lýsing   Hvirfingarlauf lensulaga eđa aflöng, ţornhćrđ međ bylgjađa jađra, heilrend. Stöngullauf borđalaga, dúnhćrđ. Blómstönglar eru oftast ógreindir, stundum allmargir, allt ađ 30-40 sm háir. Blóm drúpandi í strjálblóma, einhliđa axi, međ hćrđan, lítt áberandi aukabikar. Krónan allt ađ 3 sm, ljósgráfjólublá bjöllulaga, klofin ađ 1/3. Flipar aftursveigđir, randhćrđir, skegghćrđir ađ innan međ löng hvít hár. Stíll nćstum ekki út úr blóminu. Hýđi opnast neđst. Blómgast frá júlílokum og fram í september.
     
Heimkynni   Alpa & Karpatafjöll, fjöll í S Noregi
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur, ţolir ekki kalk.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6, H3
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Steinhćđir, kanta, beđ, undirgróđur
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garđinum og vaxiđ ţar samfellt í N9 frá 1991 ţannig ađ ekki er hún alltaf skammlíf. Ţroskar frć árlega.
     
Yrki og undirteg.   Campanula barbata 'Alba' međ hvít blóm
     
Útbreiđsla  
     
Skeggklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is