Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Campanula barbata
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   barbata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skeggklukka
     
Ætt   Campanulaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, stundum skammlíf
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Ljósgráfjólublár
     
Blómgunartími   Ágúst-sept.
     
Hæð   0.2-0.4m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Skeggklukka
Vaxtarlag   Uppréttur, þýfður, dúnhærður, oft skammlífur fjölæringur með djúpstæðar rætur, flest blöð í hvirfingu við jörð, grófhærðir stönglar og blöð.
     
Lýsing   Hvirfingarlauf lensulaga eða aflöng, þornhærð með bylgjaða jaðra, heilrend. Stöngullauf borðalaga, dúnhærð. Blómstönglar eru oftast ógreindir, stundum allmargir, allt að 30-40 sm háir. Blóm drúpandi í strjálblóma, einhliða axi, með hærðan, lítt áberandi aukabikar. Krónan allt að 3 sm, ljósgráfjólublá bjöllulaga, klofin að 1/3. Flipar aftursveigðir, randhærðir, skegghærðir að innan með löng hvít hár. Stíll næstum ekki út úr blóminu. Hýði opnast neðst. Blómgast frá júlílokum og fram í september.
     
Heimkynni   Alpa & Karpatafjöll, fjöll í S Noregi
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur, þolir ekki kalk.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6, H3
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir, kanta, beð, undirgróður
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garðinum og vaxið þar samfellt í N9 frá 1991 þannig að ekki er hún alltaf skammlíf. Þroskar fræ árlega.
     
Yrki og undirteg.   Campanula barbata 'Alba' með hvít blóm
     
Útbreiðsla  
     
Skeggklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is