Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Rosa 'Allotria'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Allotria'
     
Höf.   (Tantau 1958) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Skær-appelsínugulur-skarlatrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst- september.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þetta er klasarós. Hæð runnans er 40-60 (90-120) sm og hann er 60-90 sm breiður með meðalstór lauf.
     
Lýsing   Foreldrar: ‘Fanal’ × fræplanta af ‘Cinnabar’. Rósin myndar meðalstór, ilmandi, skær-appelsínugul-skarlatrauð blóm, sem eru í stórum klösum. Lauf dökkgrænt og glansandi. Blómstrar allt sumarið erlendis. Blómin fyllt, upprétt og glæsileg, ilma lítið eitt. Ræktað í sól til mikilli sól. Blómstrar á nýja sprota og því er mælt með að runninn sé klipptur/snyrtur snemma svo nýjir sprotar komi sem fyrst. ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Sendinn, leirborinn, meðalrakur til rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.backyardgardener.com, http://www.davesgarden.com, allthingsplants.com/plants/wiev/1101/Rose-Rosa-Allotria
     
Fjölgun   Græðlingar, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í hlý og sólrík beð meðfram veggjum.
     
Reynsla   Tvær plöntur hafa verið reyndar í Lystigarðinum, lifðu 4 og 7 ár, sú skammlífari misfórst í vetrargeymslu. Þriðja eintakið er frá 2008 og lifir 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is