Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Primula x pubescens 'Dusty Miller'
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   x pubescens
     
Höfundur   Jacq.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Dusty Miller'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Frúarlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ýmsir litir svo sem gulir, bláir, rauðir, bleikir, purpura með hvítt auga og líka hvítur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Frúarlykill
Vaxtarlag   Lágvaxnar, þéttar plöntur, dæmigerð 'Dusty Miller' er með mélug lauf.
     
Lýsing   Laufin heil í þéttum hvirfingum við jörð, mynda smá saman þó nokkrar breiður. Blóm á stöngulendum blaðlausra stöngla í fáblóma sveipum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Framræstur, meðalþurr.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   1, penprimulas.com/Auricula-Old-Yellow-Dusty-Miller
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð, í þekju/breiður
     
Reynsla   Harðgerð og auðræktuð planta.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Frúarlykill
Frúarlykill
Frúarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is