Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Primula auricula ssp. auricula v. albocincta
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   auricula
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. auricula v. albocincta
     
Höfundur undirteg.   Widm.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mörtulykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti   Primula auricula L. bauhinii (Beck) Lüdi
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ljósgulur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   10-15 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Mörtulykill
Vaxtarlag   Mjög flott lágvaxin steinhćđarplanta sem myndar miklar hvirfingar af stórum ţykkum grágrćnum blöđum.
     
Lýsing   Blómin ljósgul međ hvítu auga í sveip á stöngulendum 10-15 sm langra stöngla, sveipurinn lútandi, margblóma. Blóm hvítmélug í blómgininu. Blöđ ţykk og stíf, löng, fleyglaga, ljósgrágrćn, mikiđ mélug. Blađjađrar hvítir af kalkútfellingum.
     
Heimkynni   Dólómíta-fjöll.
     
Jarđvegur   Framrćstur, međalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   3
     
Heimildir   1, 2
     
Fjölgun   Fjölgađ međ skiptingu eđa sáningu.
     
Notkun/nytjar   Ţolir illa ađ standa í mikilli bleytu ađ vetrinum.
     
Reynsla   Í steinhćđ frá 1992 og er eitt af uppáhalds vorblómum.
     
Yrki og undirteg.   Ţessi tegund á sér ekki nein náttúruleg heimkynni, heldur er ţetta rćktađ úrval úr mjög mélugum mörtulyklum en ţeir eru nokkuđ breytilegir í náttúrunni. Sumar heimildir telja ţetta ţó náttúrulegan blending frá Slóveníu.
     
Útbreiđsla  
     
Mörtulykill
Mörtulykill
Mörtulykill
Mörtulykill
Mörtulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is