Voriđ góđa, grćnt og hlýtt (Heinrich Heine, ţýđing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Paeonia mascula ssp. arietina
Ćttkvísl   Paeonia
     
Nafn   mascula
     
Höfundur   (L.) Mill.
     
Ssp./var   ssp. arietina
     
Höfundur undirteg.   (Anderson) Cullen & Heyw.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glansbóndarós
     
Ćtt   Bóndarósarćtt (Paeoniaceae).
     
Samheiti   Paeonia cretica
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljós til dökk rauđbleik/purpurarauđur
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   40-75 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Glansbóndarós
Vaxtarlag   Fjölćringur allt ađ 75 sm hár. Stilkar lítt hćrđir.
     
Lýsing   Fjölćringur, 40 (-75) sm hár međ fremur breiđ, mattgrćn smálauf og dálítiđ stćrri blóm en ađaltegundin. Stilkar lítt hćrđir. Lauf grćn, hćrđ á neđra borđi. Smálauf 12-15 og skiptast í 2 mjóa hvassydda flipa. Blómin eru skállaga, ljós til dökk rauđbleik/purpurarauđ. Aldinin eru litskrúđug eins og hjá öđrum tegundum Mascula grúppunnar. Undirtegundin ssp. arietina er ađgreind frá hinum undirtegundunum á ţví ađ lauf eru hćrđ á neđra borđi, smálauf 12-15, mjó-oddbaugótt.
     
Heimkynni   N Ítalía, N Balkanskagi, V Asía.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, lífefnaríkur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   8
     
Heimildir   = 1,2, http://www.rareplants.de
     
Fjölgun   Sáning (langur uppeldistími), skipting (varlega).
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeđ, međ trjám og runnum í beđ og víđar.
     
Reynsla   Sáđ í Lystigarđinum 1988 (tvćr sáningar, 3 plöntur), gróđursett í beđ 1990, 2 plöntur fluttar í annađ beđ 2009. Einni í viđbót var sáđ 1991, gróđursett í beđ 1993. Ţrífast vel og blómstra.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Glansbóndarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is