Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Pulsatilla |
|
|
|
Nafn |
|
aurea |
|
|
|
Höfundur |
|
(N. Busch) Juz., in Komarov, Fl. URSS 7: 287 (1937). |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gullbjalla* |
|
|
|
Ætt |
|
Sóleyjarætt (Ranunculaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Anemone aurea N. Bush, A. alpina L. var. aurea Somm. et Lév., A. alpina var. sulphurea Ledeb, P. lutea Rupr. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gullgulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
10-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Ein af stærstu bjöllinum (Pulstilla-tegundunum). Stönglar uppréttir, með endastætt blóm, 10-50 sm háir. Laufin tvífjaðurskipt í smáa flipa. Stoðblöð mynda hring af bandlaga samvöxnumflipum neðan við blómið. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin mjög stór, skrautleg, gullgul, blómhlífarblöð 6-13, egglaga, 25-40 mm löng. Fræ með langa fjaðurlíka hala, 4-5 sm langa. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V & M Kákasus og V Transcaucasus (endemísk/einlend). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, lífefnaríkur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
http://www.delonix.cz/14_17.pdf, www.pavelkrivka.cz/14-17.pdf |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð með fjölærum jurtum, í steinhæðir. Vex í Rhododendron-engjum í heimkynnum sínum upp í allt að 2400 m hæð yfir sjó. |
|
|
|
Reynsla |
|
Hefur þrifist vel í Lystigarðinum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|