Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Viola tricolor
Ćttkvísl   Viola
     
Nafn   tricolor
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 935 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
     
Ćtt   Violaceae (Fjólućtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einćr eđa mjög skammćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í hálfgrónum melabörđum, vegaköntum, ţurrum melbrekkum og sandi.
     
Blómlitur   Dökkfjólublár, hvítur og gulur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.05-0.25 m
     
 
Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
Vaxtarlag   Einćr eđa skammćr jurt, 5-25 sm á hćđ. Stönglar eru oftast marggreindir neđan til, jarđlćgir, uppsveigđir, eđa uppréttir.
     
Lýsing   Öll blöđin eru gróftennt, stutthćrđ. Neđstu blöđin nćr kringlótt eđa sporbaugótt en ţau efri öfugegglaga eđa lensulaga. Axlablöđin eru stór og fjađurskipt međ allstórum endableđli. Blómin eru dálítiđ breytileg ađ lit en alltaf ţrílit eins og viđurnafniđ tricolor (ţrílit) segir til um. Blómin eru 1,5-2,5 sm á lengd, einsamhverf og drúpandi. Krónublöđin eru 5, 2 efstu eru dökkfjólublá. Neđsta/miđ krónublađiđ er hvítleitt eđa gult í miđju međ dekkri ćđum og svo á einnig viđ um neđri hluta ţeirra tveggja krónublađa sem sitja sitt hvoru megin viđ ţađ. Bikarblöđin eru odddregin til enda en breiđari og snubbótt neđan til, grágrćn eđa nćr svört. Sporinn er dökkur í endann. Frćflar 5 og frćvan ţríblađa međ einum stíl. Aldiniđ klofnar í ţrennt viđ opnun. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar. Auđgreind frá öđrum fjólum á blađlögun og litskrúđugum ţrílitum blómum. Mörg skáld hafa ort fallega um fjóluna og má ţar t.d. nefna séra Pál Jónsson "Heiđbláa fjólan mín fríđa, fegurđ ţín gleymist mér seint..." og Sigurđ Elíasson sem á textann viđ Litlu fluguna - "Lćkur tifar létt um máđa steina, lítil fjóla grćr viđ skriđufót ... " Ţrátt fyrir lofiđ má ţess geta ađ fjólur verđa oft ađ hinu argasta illgresi í görđum sem getur veriđ erfitt ađ upprćta.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Í gömlum grasaritum er latneskt heiti herba trinitatis og var ranglega ţýtt heilagrar ţrenningar jurt, ţví ađ ţađ mun ekkert hafa međ heilaga ţrenningu ađ gera. Jónas Hallgrímsson kallar tegundina brekkusóley í Hulduljóđum. Blóđsóley hefur hún líka veriđ nefnd, en algengustu nöfnin eru ţrílit fjóla og ţrenningargras, -jurt, -fjóla. Sé hnefafylli af ferskum blöđum sođin í mjólk og tekin inn kvölds og morgna er taliđ, ađ ţađ eyđi hrúđurkvilla í húđ." (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Allalgeng frá Snćfellsnesi norđur í syđstu sveitir Barđastrandarsýslu, á Norđurlandi vestan Eyjafjarđar og á Hérađi. Sjaldgćf í öđrum landshlutum eđa vex ţar ađeins sem slćđingur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Ástralía, Nýja Sjáland, N og S Ameríka, temp. Asía, Rússland o.v.
     
Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
Ţrenningarfjóla (Ţrenningargras)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is