Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Viola canina ssp. canina
Ættkvísl   Viola
     
Nafn   canina
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 935 (1753)
     
Ssp./var   ssp. canina
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Týsfjóla
     
Ætt   Violaceae (Fjóluætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjöær jurt
     
Kjörlendi   Vex í margs konar þurrlendi t.d. í mólendi, grasbölum, og snöggum gilbrekkum. Algeng um land allt.
     
Blómlitur   Blár
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   0.05-0.15 m
     
 
Týsfjóla
Vaxtarlag   Fjölær jurt 5-15 (-25) sm. Jarðstönglar liðalangir, marggreindir og blaðleifalausir. Stönglarnir sem vaxa í beinu framhaldi af honum en eru oft lágir og lítt þroskaðir.
     
Lýsing   Blöðin eru stilklöng, oftast mjóhjartalaga eða egglaga, fíntennt, hárlaus, fremur þykk og oftast með snubbóttum oddi. Blómin blá, einsamhverf, legglöng, slútandi. Krónan fimmdeild. Krónublöðin blá, verða hvít og sum með löngum hárum innst, neðsta krónublaðið gengur aftur í hvítan, snubbóttan spora. Bikarblöðin odddregin en ganga niður í breiðan, snubbóttan sepa neðst. Fræflar fimm. Þríblaða fræva sem verður að stóru hýðisaldini er klofnar í þrennt við þroskun. Blómgast í maí-júní. 2n=40. Oft skipt í tvær deilitegundir. a) Urðarfjóla (Viola canina ssp. montana) sem er með hærri og uppréttari stöngla, og hlutfallslega stærri axlablöð miðað við blaðstilka. Hún finnst allvíða um land. b) Viola canina ssp. canina (sbr. lýs. á aðalteg.) sem er mun algengari. LÍK/LÍKAR: Mýrfjóla, birkifjóla og skógfjóla. Týsfjóla auðgreind frá þeim 2 fyrri á laufblöðunum sem eru mjórri og enda í áberandi oddi. Skógfjóla (Viola riviniana) líkist einnig týsfjólu, en er mun sjaldgæfari. Hún er auðgreind frá týsfjólu á hlutfallslega breiðari, hjartalaga blöðum og bláleitari sporum sem eru mjórri í endann. Kjörlendi hennar eru skýldar, vel grónar brekkur og kjarrlendi.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng á láglendi kringum landið, nema sjaldgæf á Suðausturlandi frá Mýrdalssandi að Hornafirði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Mexíkó, Rússland, Úkraína, N Ameríka, Grænland o.v.
     
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Týsfjóla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is