Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Veronica serphyllifolia
Ćttkvísl   Veronica
     
Nafn   serphyllifolia
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 12 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lćkjadepla
     
Ćtt   Scrophulariaceae (Grímublómaćtt)
     
Samheiti   Veronica borealis Laest. ex Hook.f. Veronica tenella All. Veronica serpyllifolia subsp. nummularioides (Lecoq & Lamotte) Dostál Veronica serpyllifolia var. nummularioides Lecoq & Lamotte
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í raklendi, helst viđ laugar, međfram lćkjum, í skurđum og í deigu graslendi.
     
Blómlitur   Ljósblá međ dekkri ćđum
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.10-0.20 m
     
 
Vaxtarlag   Rótskeyttir, uppsveigđir, gisblöđóttir, hárlausir stönglar, greinóttir nema ofan til, 10-20 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin gagnstćđ, stuttstilkuđ eđa stilklaus, sporbaugótt til egglensulaga, ógreinilega tennt eđa nćr heilrend, oftast hárlaus. Blómkrónan ljósblá eđa bláhvít, međ dökkbláum ćđum. Blóm í löngum, gisnum klösum, hvert um 3-5 mm í ţm. Bikarblöđin grćn, nćr hárlaus, snubbótt. Frćflar tveir. Ein frćva međ einum stíl sem verđur ađ öfughjartalaga aldini. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Engar, er auđgreind frá öđrum deplum á sínum ljósbláu, nćr hvítu blómum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng um landiđ nema mjög sjaldgćf á Suđausturlandi frá Mýrdalssandi ađ Berufirđi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Mjög útbreidd á heimsvísu - Evrópa, Asía, N & S Ameríka, Afríka, Ástralía og Nýja Sjáland
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is