Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Vaccinium uliginosum
Ćttkvísl   Vaccinium
     
Nafn   uliginosum
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl.: 350. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bláberjalyng
     
Ćtt   Ericaceae (Lyngćtt)
     
Samheiti   Vaccinium occidentale GrayVaccinium uliginosum subsp. alpinum (Bigelow) HultenVaccinium uliginosum subsp. gaultherioides (Bigelow) S.B. YoungVaccinium uliginosum subsp. microphyllum LangeVaccinium uliginosum subsp. occidentale (Gray) HultenVaccinium uliginosum subsp. pedris (Harshberger) S.B. YoungVaccinium uliginosum subsp. pubescens (Wormsk. ex Hornem.) S.B. YoungVaccinium uliginosum var. alpinum BigelowVaccinium uliginosum var. occidentale (Gray) HaraVaccinium uliginosum var. salicinum (Cham.) Hulten
     
Lífsform   Dvergrunni, lauffellandi
     
Kjörlendi   Vex um land allt, einkum í lyngmóum, bollum og hlíđum en einnig í mýraţúfum.
     
Blómlitur   Hvítur (bleik eđa rauđmenguđ)
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.10-0.30 m
     
 
Bláberjalyng
Vaxtarlag   Lauffellandi smárunni, 10-30 sm á hćđ. Stönglar sívalir, móleitir til brúnir, jarđlćgir međ uppsveigđum, blöđóttum greinum.
     
Lýsing   Blöđin stakstćđ, snubbótt eđa örlítiđ odddregin, heilrennd, öfugegglaga, yfirleitt blágrá eđa dökkgrćn á efra borđi en blá- eđa hvítgrćn á neđra borđi, skinnkennd og međ ţéttu netstrengjóttu ćđaneti, 10-18 mm á lengd og 6-12 mm á breidd. Blađjađrar lítiđ eitt niđurorpnir. Blómin hvít (stundum međ rauđleitum blć), fimmdeild. Blómin (sćtukopparnir) nokkur saman efst á árssprotum fyrra árs. Krónan um 4 mm á breidd og 5 mm á lengd, međ grunnum skerđingum, krukku- eđa bjöllulaga, hvít (bleik eđa rauđ), oft nokkuđ flekkótt. Bikarinn međ ávölum, rauđleitum ađfelldum flipum fremur grunnur, grćnn eđa bláleitur. Frćflarnir 10, frjóhirslur međ tveim ţráđmjóum, uppsveigđum hornum. Ein frćva međ einum stíl. Aldin frćmargt, safamikiđ ber. Berin eru dökkblá, döggvuđ, međ grćnleitu aldinkjöti og litlausum safa, 9-12 mm í ţvermál. Berin vel ćt og borđuđ ýmist fersk eđa notuđ í sultu, saft eđa hlaup. Ţau eru fremur bragđdauf en bragđgóđ međ ţćgilegum sćtum keim. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Ađalbláberjalyng. Bláberjalyngiđ auđţekkt á sívölum, móbrúnum greinum, heilrendum, snubbóttum blöđum og grćnleitu-bláhvítu aldinkjöti.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   9
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengt um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norđurhvel
     
Bláberjalyng
Bláberjalyng
Bláberjalyng
Bláberjalyng
Bláberjalyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is