Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Urtica urens
Ćttkvísl   Urtica
     
Nafn   urens
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 984 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Smánetla
     
Ćtt   Urticaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einćr jurt
     
Kjörlendi   Ílendur slćđingur sem vex einkum í nágrenni viđ byggđ og í fjörum.
     
Blómlitur   Grćnn
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.20-0.40 m
     
 
Smánetla
Vaxtarlag   Einćr jurt. Stönglar uppréttir, sljóferstrendir, blöđóttir, 20-40 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin sporbaugótt eđa oddbaugótt, grófsagtennt, ljósgrćn. Blómin tvíkynja, blómhnođin eru 2 og 2 saman í blađöxlum, styttri en blađstilkurinn. Blómgast í júlí. 2n=26. Lík/líkar. Brenninetla. Auđgreind frá henni á ţví ađ hún er mun minni, á tvíkynja blómum og ţví ađ blöđin eru ljósgrćnni, mun minni og kringlóttari, en ţó međ ennţá grófari og útstćđari tönnum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Hefur fundist allvíđa um landiđ á ýmsum tímum, mest viđ suđvesturströndina. Vex einkum í fjörum og matjurtagörđum. Engir fundir eru ţekktir á Suđausturlandi frá Eyjafjöllum ađ Reyđarfirđi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Azerbaijan, Kanada, Chile, Bólivía, Brasilía, Kólumbía, Kúba, Evrópa, Equador, Falklandseyjar, Grćnland, Indónesia, Íran, Ísrael, Líbanon, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Perú, Trinidad and Tobago, Úkraína, N Ameríka o.v.
     
Smánetla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is