Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Thalictrum alpinum
Ćttkvísl   Thalictrum
     
Nafn   alpinum
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 545 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Brjóstagras
     
Ćtt   Ranunculaceae (Sóleyjaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í holtum, móum, hlíđum og grasbölum. Mjög algengt um land allt.
     
Blómlitur   Fjólublár
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.05-0.20 m
     
 
Brjóstagras
Vaxtarlag   Jurt, 5-20 sm á hćđ. Stönglar uppsveigđir eđa uppréttir, stinnir og fremur grannir, blađlausir eđa einblađa međ löngum endastćđum blómklasa.
     
Lýsing   Blöđin eru tvífjöđruđ, smáblöđin nćr kringlótt, sepótt eđa stórbogtennt, dökkgrćn og gljáandi ofan en ljósgrćn-blágrá á neđra borđi međ niđurorpnar blađrendur. Blómklasinn lotinn í fyrstu en síđan réttist úr honum. Blómin eru smá í gisnum klasa á enda stöngulsins. Ofurlítiđ stođblađ er viđ hvern blómlegg. Blómhlífin einföld, fjólublá og fremur ósjáleg. Mest ber á bláleitum ţráđum 8 frćfla međ gulum frjóhnöppum sem síđar verđa brúnir, um 2 mm á lengd. Blómhlífarblöđin oddbaugótt, um 2 mm á lengd. Tvćr til sex flöskulaga frćvur. Aldinin útblásnar hnetur, langgáróttar, á lútandi legg. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Eins og nafniđ gefur til kynna var ţađ taliđ gott viđ brjóstmeinum kvenna og viđ júgurbólgu (júgurgras). Nöfnin kveisugras og kverkagras benda til ţess ađ ţađ hafi veriđ notađ viđ innantökum og hálsbólgu." (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Kina, Fćreyjar, Grćnland, Indland, Japan, Mexíkó, Nepal, Evrópa, N Ameríka.
     
Brjóstagras
Brjóstagras
Brjóstagras
Brjóstagras
Brjóstagras
Brjóstagras
Brjóstagras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is