Páll Ólafsson, Ljóđiđ Vetrarkveđja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Sibbaldia procumbens
Ćttkvísl   Sibbaldia
     
Nafn   procumbens
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. pl. 1: 284. 1753
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallasmári
     
Ćtt   Rosaceae (Rósaćtt)
     
Samheiti   Coelas procumbens (L.) Dulac Dactylophyllum sibbaldia Spenn. Potentilla procumbens (L.) Clairv. Potentilla sibbaldia (L.) Griess. Potentilla sibbaldia Kurtz Potentilla sibbaldii Haller f. Sibbaldia procumbens var. valdehirta Ohwi
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex einkum til fjalla í snjódćldum og bollum.
     
Blómlitur   Ljósgulur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.05-0.10 (-0.15) m
     
 
Fjallasmári
Vaxtarlag   Sterklegur stöngullinn vex upp af sterkri rót, gjarnan jarđlćgur ađ hluta en marggreindur og uppsveigđur til enda, 5-10 sm á hćđ. Blómstönglar oft margir, uppréttir eđa uppsveigđir, blađfáir, gishćrđir, lágir í fyrstu en lengjast verulega eftir blómgun og geta ţá orđiđ allt ađ 15 sm á hćđ.
     
Lýsing   Stofnblöđin eru stilklöng og álíka á hćđ og blómstönglar, ţrífingruđ og gishćrđ. Smábleđlar međ fleyglaga grunni, yfirleitt ţrígróftenntir í endann, stundum međ fjórar til fimm tennur. Blómin ljósgul, fimmdeild, smá eđa ađeins 5-7 mm í ţvermál, í ţéttum skúfum á stöngulendum. Krónublöđin styttri en bikarinn, mjó og tungulaga. Bikarblöđin lensulaga grćn, ydd, međ mjóum lensulaga utanbikarflipum á milli. Frćflar 5 en frćvur oft 8-20. Smáaldin mógljáandi, trjónulaus. Blómgast í júní-júlí. 2n = 14. LÍK/LÍKAR: Engar. Blöđin minna ađeins á ljónslappa sem hefur ţó fleiri en ţrjú og mjórri smáblöđ.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Fjallasmárinn er ásamt grámullu ein helsta einkennistegund snjódćlda á Íslandi. Oftast vaxa ţessar tegundir báđar saman, og ađeins ţar sem snjór liggur samfellt á vetrum. Í snjóléttum landshlutum finnast ţćr niđur í 350-400 m hćđ, og upp í 800-1000 m. Í mjög snjóţungum héruđum eru ţćr oft mikiđ á láglendi, allt niđur ađ sjávarmáli". (H.Kr.)
     
     
Útbreiđsla   Algengur um land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grćnland, Kanada, Alaska, Kína, Evrópa, N Ameríka, Pólhverf međ stórum eyđum ţó.
     
Fjallasmári
Fjallasmári
Fjallasmári
Fjallasmári
Fjallasmári
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is