Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Ættkvísl |
|
Sagina |
|
|
|
Nafn |
|
procumbens |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl: 128. 1753. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skammkrækill |
|
|
|
Ætt |
|
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Sagina bryoides Reichenb.
Sagina corsica Jordan
Sagina procumbens subsp. corsica (Jordan) Rouy & Fouc. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex við lækjar- og áreyrar, á sjávarbökkum, í flagmóum og við uppsprettur, laugar og hveri. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.02-0.08 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Ljósgræn og hárlaus smáplanta, 2-8 sm á hæð. Stönglar rótskeyttir og mynda flatar og þéttar þúfur, blómgreinar fáblöðóttar og uppsveigðar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Flest blöðin við grunn. Blöðin gagnstæð, strik- eða sýllaga með stuttum, gagnsæjum broddi, 3-5 mm á lengd og oftast um 0,5 mm á breidd.
Blómin endastæð, upprétt við blómgun en drúpa bæði fyrir og eftir blómgun. Blómleggir krókbognir þar til hýðið opnast, styttri en efstu stöngulliðir. Blómin fjórdeild, hvít, smá, hvert blóm aðeins 2-2,5 mm í þvermál. Krónublöðin hvít eða glær, mun styttri en bikarblöðin og falla snemma af. Bikarblöðin græn, sporbaugótt, með mjóum, glærum himnufaldi, um 2 mm á lengd. Fræflar venjulega fjórir til átta. Ein fræva með fjórum til fimm stílum. Aldin egglaga hýðisaldin. Við aldinþroska brettast bikarblöðin venjulega niður og verða útstæð. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Snækrækill & Langkrækill. Skammkrækill yfirleitt með styttri blómleggi, fjórdeild blóm án krónublaða og útstæð bikarblöð frá aldini eftir aldinþroska. Oft erfitt að aðgreina þessar tegundir fyrir blómgun. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Mjög algengur um land allt.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Antarctica, Argentina, Ástralía, Evrópa, Chile, Kólumbía, Kosta Ríka, Equador, Falklandseyjar, Færeyjar, Grænland, Indland, Balí, Mexíkó, Marokkó, Nýja Sjáland, Azoreyjar, N Ameríka. |
|
|
|
|
|