Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Rorippa islandica
Ćttkvísl   Rorippa
     
Nafn   islandica
     
Höfundur   (Oeder & Murray) Borbas, Balaton Növényföldr. 2: 392 (1900)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kattarjurt
     
Ćtt   Brassicaceae (Krossblómaćtt)
     
Samheiti   Rorippa terrestris (Curtis) Fuss Sisymbrium islandicum Gunnerus
     
Lífsform   Tvíćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í tjarnarstćđum, á tjarnarbökkum, í lćkjarfarvegum og á rökum áreyrum.
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.03-0.20 m
     
 
Kattarjurt
Vaxtarlag   Stönglar hárlausir, gáróttir, jarđlćgir, uppréttir eđa uppsveigđir, 3-20 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin 1-4 sm á lengd, afar breytileg ađ gerđ, fjađurflipótt eđa fjađurskipt, einkum neđan til. Smáblöđin heilrend, tennt eđa sepótt, endasmáblađiđ oft áberandi stćrra en hin. Blómin fjórdeild, smá um 3 mm í ţvermál, mörg saman í blómmörgum, stilklöngum klösum úr blađöxlum. Krónublöđin heldur lengri en bikarinn, gul, mjó, spađa- eđa tungulaga innan viđ 2 mm á lengd. Bikarblöđin bleikleit eđa grćnfjólublá, himnurend. Frćflar sex og ein frćva um 1 mm á lengd. Aldin sívalur lítiđ eitt boginn skálpur, 7-10 mm á lengd og 2-2,5 mm á breidd, međ löngum og mjög útstćđum leggjum. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Útbreidd á Suđvesturlandi frá Hvalfirđi ađ Ţjórsá, og einnig á miđju Norđurlandi frá Fljótum austur í Öxarfjörđ. Sjaldgćf annars stađar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Eţíópía, Grćnland, Kína, Japan, Mexíkó, Nýja Sjáland, N Ameríka ov.
     
Kattarjurt
Kattarjurt
Kattarjurt
Kattarjurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is