Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Ranunculus reptans
Ættkvísl   Ranunculus
     
Nafn   reptans
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 549 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Liðaskriðsóley (Flagasóley)
     
Ætt   Ranunculaceae (Sóleyjaætt)
     
Samheiti   Ranunculus flammula var. reptans (L.) E. Mey. Ranunculus reptans var. filiformis (Michx.) DC. Ranunculus reptans var. intermedius (Hook.) Torr. & Gray Ranunculus flammula var. filiformis (Michx.) Hook.
     
Lífsform   Fjólær jurt
     
Kjörlendi   Vex í blautum flögum, í leirefju meðfram tjörnum og í tjarnabotnum, einkum þeirra sem þorna á sumrin.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð  
     
 
Liðaskriðsóley (Flagasóley)
Vaxtarlag   Stönglar skriðulir með bogsveigðum liðum, rótskeyttir á liðamótum. Verður yfirleitt ekki yfir 5 sm á hæð en getur orðið allt að 20 sm á lengd. Oft nefnd liðaskriðsóley vegna sérkennilegra, skríðandi stöngla. Tjarnabotnar eru oft "útsaumaðir" langar leiðir af skriðstönglum hennar. Stönglar skriðulir með bogsveigðum liðum, rótskeyttir á liðamótum. Verður yfirleitt ekki yfir 5 sm á hæð en getur orðið allt að 20 sm.
     
Lýsing   Blöðin hárlaus, í hvirfingum á liðamótunum, heilrend, þráðmjó og striklaga, oft breiðari í enda með lensulaga blöðkum. Blómin fimmdeild, um 0,5-1 sm í þvermál. Krónublöðin fagurgul, öfugegglaga, snubbótt og töluvert lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin, ljósgulgræn og falla fljótt af. Margar frævur og fræflar einnig fjölmargir (15-20). Hnetur með boginni trjónu. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Efjugras & Trefjasóley. Efjugras með áþekk blöð en skríður ekki og er auk þess auðþekkt á blómunum. Trefjasóley vex einnig í vatni og þekkist á minni, þrídeildum blómum, og hefur auk þess aðra blaðgerð.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng um land allt en sjaldgæf á Miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Alaska, Grænland, Evrópa, Asía
     
Liðaskriðsóley (Flagasóley)
Liðaskriðsóley (Flagasóley)
Liðaskriðsóley (Flagasóley)
Liðaskriðsóley (Flagasóley)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is