Jón Helgason - Úr ljóđinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Batrachium eradicatum
Ćttkvísl   Batrachium
     
Nafn   eradicatum
     
Höfundur   (Laest) Fr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lónasóley
     
Ćtt   Ranunculaceae (Sóleyjaćtt)
     
Samheiti   Batrachium divaricatum (Schrank) Wimm. Batrachium kauffmannii (Clerc) V.I.Krecz. Batrachium penicillatum Dumort. Ranunculus divaricatus Schrank Ranunculus kauffmannii Clerc Ranunculus penicillatus (Dumort.) Bab. Ranunculus pseudofluitans (Syme) Newbould ex Baker & Foggitt Ranunculus trichophyllus Chaix
     
Lífsform   Fjölćr vatnajurt
     
Kjörlendi   Vex í grunnum pollum, tjörnum og síkjum.
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.10-0.40 m
     
 
Lónasóley
Vaxtarlag   Fíngerđ vatnajurt međ örgranna, kaflćga stöngla en blómin fljóta á vatninu. Öll jurtin hárlaus nema frćvurnar og blađfóturinn. Stönglar 10-40 sm ađ lengd.
     
Lýsing   Ţráđfjöđruđ, stakstćđ, marggreind tálknblöđ. Smáblöđin hárfínir flipar, sem eru svo linir, ađ ţeir leggjast saman ţegar plantan er tekin upp úr vatninu. Flipar 1-2,5 sm á lengd. Blöđ slíđruđ međ himnukenndu slíđri. Blómin flotlćg, ađ mestu hvít, en gul neđst ađ innanverđu, 8-12 mm í ţvermál. Krónublöđin fimm, 7-8 mm á lengd. Bikarblöđin 3-4 mm. Frćflar mismargir, yfirleitt 4-10. Frćvur 10-20, međ einum stíl hver. Blómgast í júlí-ágúst. Er einnig nefnd vatnasóley. Lónasóley er ásamt ţráđnykru einn fyrsti landneminn í nýjum pollum og síkjum. Oft eru ţćr einu vatnajurtirnar sem finnast í pollum á jökulruđningum inni á hálendinu. LÍK/LÍKAR: Engar. Auđgreind á hvítum fljótandi blómum og fíngerđum, marggreindum tálknblöđum. Í mörgum heimildum sem Ranunculus trichophyllus Chaix, og er ţađ nafn enn löggilt í USDA gagnagrunninum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Himalaya, N Ameríka.
     
Lónasóley
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is