Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Pyrola minor
Ćttkvísl   Pyrola
     
Nafn   minor
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 396 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klukkublóm
     
Ćtt   Pyrolaceae (Vetarliljućtt)
     
Samheiti   Pyrola conferta Fisch. ex Cham. & Schltdl. Pyrola minor var. conferta (Fisch. ex Cham. & Schltdl.) A.P.Khokhr.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í rökum bollum og gilhvömmum og er oft ađ finna í snjódćldum til fjalla. Algeng um land allt.
     
Blómlitur   Hvítur m bleiku ívafi
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.07-0.18 m
     
 
Klukkublóm
Vaxtarlag   Stönglar uppréttir, strendir, međ einu hreisturblađi neđan miđju á blómleggnum, 7-18 sm á hćđ.
     
Lýsing   Laufblöđin sígrćn, öll í blađhvirfingu viđ grunn. Blöđin stilkuđ, kringlótt eđa sporbaugótt međ ofurlitlum tannörđum. Smá, hreisturkennd blöđ inn á milli laufblađanna. Blómin drúpa, hvítleit, oftast bleik í endann, fimmdeild í stuttum (1,5-3 sm) blómmörgum klasa á stöngulendum. Lensulaga stođblöđ blóma eru á lengd viđ blómleggina. Blómin nćrri hnöttótt ţar sem krónublöđin eru hvelfd og nćr samlukin. Krónublöđ djúpklofin, nćr niđur í gegn, sporbaugótt eđa nćr kringlótt, 4-5 mm á lengd. Bikarblöđin dökkrauđ, um 2 mm á lengd, odddregin. Frćflar 10 og ein fimmblađa frćva sem myndar hýđisaldin viđ ţroskun. Stíllinn beinn og nćr ekki eđa ađeins örlítiđ út úr blóminu. Bikarflipar ţríhyrndir eđa breiđegglaga, ađfelldir. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Bjöllulilja & grćnlilja. Bjöllulilja ţekkist á löngum bognum stíl og á stćrri og opnari blómum og hefur auk ţess heldur ţykkari og skinnkenndari blöđ. Grćnliljan auđţekkt á einhliđa blómskipan, grćnleitri krónu og yddum, greinilega sagtenntum blöđum
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengt um land allt, nema síst á láglendi Suđurlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Grćnland, Bali, N Ameríka.
     
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Klukkublóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is