Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Saxifraga tenuis
Ćttkvísl   Saxifraga
     
Nafn   tenuis
     
Höfundur   (Wahlenb.) H. Smith ex Lindm., Sv. Fanerogamfl. : 30 (1918)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergsteinbrjótur
     
Ćtt   Saxifragaceae (Steinbrjótsćtt)
     
Samheiti   Saxifraga sochondensis Maximova Saxifraga nivalis var. tenuis Wahlenb.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi  
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.02-0.10 m
     
 
Dvergsteinbrjótur
Vaxtarlag   Lágvaxin fíngerđ jurt. Stönglar rauđleitir og lítiđ eitt hćrđir, 2-10 sm á hćđ.
     
Lýsing   Stofnhvirfing lítil, nćr stilklaus. Blöđin ţykk, smá, gljáandi og smátennt en nćr hárlaus, oft rauđblá á neđra borđi. Krónublöđin hvít en verđa rauđblá međ aldrinum. Hýđiđ djúpklofiđ međ tveimur löngum hronum sem vita út- og niđur. Blómgast í júlí. 2n=20. Lík/Líkar: Líkist snćsteinbrjót, en er miklu smćrri, oftast 2-5 sm. Stofnblöđin stuttstilkuđ eđa stilklaus, 5-7 mm á breidd. Frćnin meira niđurbeygđ; ađeins hátt til fjalla. Náskyldar tegundir sem ekki verđa alltaf örugglega ađgreindar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćfur, ţó allvíđa hátt til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Skandinavía, Grćnland, Mexíkó, Rússland, N Ameríka.
     
Dvergsteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is