Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Poa trivialis
Ćttkvísl   Poa
     
Nafn   trivialis
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 1: 67. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hásveifgras
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti   P. sylvicola Guss.
     
Lífsform   Fjölćr grastegund (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex gjarna viđ vćtu eđa uppsprettur, en einnig í sáđsléttum og í gjótum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.20 - 0.9 m
     
 
Vaxtarlag   Ţýfđ, renglulaus grastegund, stönglar allgrófir og uppsveigđir, blöđóttir allt upp ađ puntinum, 20 - 90 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin blágrćn eđa lítiđ eitt bláleit, löng, stuttydd, totulaus og snörp viđkomu. Slíđrin löng, yfirleitt lengri en stráliđirnir og oft snörp viđ uppstroku og segja má ađ 4-8 mm löng, oddmjó slíđurhimna sé eitt öruggasta greiningareinkenniđ. Punturinn mjög stór, keilulaga, grćnn eđa bláleitur, stundum gulhvítur. Axagnirnar mjóar og mislangar. Blómagnirnar greinilega taugađar. 30-70 sm á hćđ. Blómg. í júlí-ágúst.
     
Jarđvegur   It establishes well in cool, moist, shady sites, including gardens, trails, adjacent woods, and disturbed ground.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200026060
     
Reynsla   Poa trivialis resembles large Smooth Meadow-grass, but usually has a larger panicle, and smaller, green spikelets. The best characteristic is the very long (4-8 mm), pointed ligule.
     
     
Útbreiđsla   Nokkuđ víđa en ófundiđ á Norđausturlandi frá Melrakkasléttu austur í Vopnafjörđ. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Asía, Evrópa, Afríka, Ástralía, Nýja Sjáland, N & S Ameríka.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is