Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Poa nemoralis
Ćttkvísl   Poa
     
Nafn   nemoralis
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 1: 69. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kjarrsveifgras
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr grastegund (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex einkum í urđum, hraunum og runnlendi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.15 - 0.75 m
     
 
Kjarrsveifgras
Vaxtarlag   Lausţýfđ. Stráin oftast mörg saman, en mismunandi ţétt, grönn og beinvaxin, ađeins lítiđ eitt sveigđ neđst, međ brúnleitum hnjám og blöđum langt upp eftir, 15-75 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin ljósgrćn, mjóslegin og fremur lin. Slíđurhimnan stutt, snubbótt eđa nćr ţverstýfđ. Punturinn mjór og gisinn. Smáöxin oftast blómfá, stundum ađeins tvíblóma, gulgrćn, bláleit eđa blámóleit. Axagnirnar ná langt upp á smáaxiđ. Blómgast í júní-júlí. 2n = 14, 35, 70. LÍK/LÍKAR: Blásveifgras. Tegundin ekki auđgreind frá blásveifgrasi en er grćnni, međ fleiri og grennri strá, punturinn minna greindur og međ fćrri smáöxum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200026017
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Á víđ og dreif um landiđ, ófundiđ á svćđinu frá Ţistilfirđi austur til Vopnafjarđar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Asía, Evrópa, ílend í N Ameríku.
     
Kjarrsveifgras
Kjarrsveifgras
Kjarrsveifgras
Kjarrsveifgras
Kjarrsveifgras
Kjarrsveifgras
Kjarrsveifgras
Kjarrsveifgras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is