Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Plantago |
|
|
|
Nafn |
|
major |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. 112 (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Græðisúra (Vogsúra). |
|
|
|
Ætt |
|
Plantaginaceae (Græðisúruætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Plantago borysthenica (Rogow.) Wissjul.
Plantago dregeana Decne.
Plantago major var. borysthenica Rogow. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex við hveri, laugar, hús og bæi. Slæðingur í götum og hlaðvörpum. Nokkuð víða á láglendi um land allt. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Móleitur (óásjáleg blóm) |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stönglar eru sívalir og fínrákóttir og gishærðir, uppréttir eða uppsveigðir, 5-30 sm á hæð, en oft dvergvaxin á jarðhitasvæðum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Öll blöðin stofnstæð, langstilkuð. Blaðkan 2,5-10 sm á lengd og 2-8 sm á breidd, nær heilrend eða bugtennt, gishærð, fremur breið, egglaga eða oddbaugótt, bogstrengjótt og mjókkar snögglega í 2-5 sm langan og breiðan stilk.
Blómin fjórdeild, smá og ósjáleg, í sívölu, þéttu, þétt saman í 2-12 sm löngu axi. Fræflar og frævur skaga langt út úr blóminu. Krónan móleit með oddmjóum flipum. Bikarblöðin snubbótt, græn, himnurend. Fræflar fjórir, fjólubláir og við minnsta andvara blakta þeir og úr þeim sáldrast frjóduft í miklum mæli.. Ein fræva, sem verður að baukaldini við þroskun og opnast með þverskoru í endann. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á breiðum, egglaga eða oddbaugóttum blöðum. Selgresi (Plantago lanceolata) er með mun lengri og mjórri, lensulaga blöð. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Fræin berast auðveldlega með skófatnaði og dreifist plantan því mjög víða, einkum þar sem jörð er sendin og troðin. Fáar tegundir þola jafnmikið traðk og hún. Í N-Ameríku nefnist hún "Fótspor hvíta mannsins" og hér á landi vegbreið og götubrá. Blöðin eiga að græða sár og draga út gröft, þar af eru komin nöfnin vogsúra (vogur, gröftur), græðiblaðka og læknisblað. Þau voru ýmist lögð heil að sári eða búið til af þeim græðismyrsl í nýrri tólg eða annarri fitu. Á stundum var duft af rótinni haft með í smyrslinu". (Ág.H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Allvíða um landið, ýmist við jarðhita eða sem slæðingur í byggð.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Meira og minna í öllum heimsálfum; Arktísk |
|
|
|
|
|