Ţuríđur Guđmundsdóttir - Rćtur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Phleum alpinum
Ćttkvísl   Phleum
     
Nafn   alpinum
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 1: 59. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallafoxgras
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti   Phleum commutatum Gaudin, Phleum alpinum L. ssp. commutatum (Gaudin) Hultén;
     
Lífsform   Fjölćr grastegund (einkímblöđungur)
     
Kjörlendi   Vex í frjóu graslendi, giljum og móum, einkum til heiđa. Algeng um land allt.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.10 - 0.40 m
     
 
Fjallafoxgras
Vaxtarlag   Lausţýfđ grastegund. Stráin upprétt og hnébeygđ, 15-40 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin eru fremur stutt, 3-4 mm á breidd. Slíđurhimnan stutt, 1-2 mm. Efsta blađslíđur útblásiđ og efsta stöngulblađ mjög stutt. Axpuntur er stuttur og gildur, yfirleitt dökkbláleitur eđa brúnfjólublár, egglaga - sívalur, stinnur og hrjúfur viđkomu, 1-3 sm á lengd og 8-12 mm á breidd. Smáöxin eru einblóma, axagnir randhćrđar á kili, 5-7 mm á lengd og ganga fram í hvassan brodd, axagnarbroddurinn venjulega helmingi styttri en ögnin. Frjóhnapparnir ljósir. Blómgast í júní-júlíí. 2n=14, 28. LÍK/LÍKAR: Vallarfoxgras. Fjallafoxgras ţekkist á styttra axi og ađ efsta eđa efstu blađslíđur eru útblásin.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025871; Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 08 Feb. 2007]
     
Reynsla   "Vćri fjallafoxgras saumađ í kviđarull sauđfjár, var ţađ trúa manna, ađ ţađ yrđi ekki refum ađ bráđ. Tegundin hefur veriđ nefnd ýmsum nöfnum, s. s. skollapuntur, tófugras, refskott og rottuhali". (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Algengt um land allt, nema síst á láglendi Suđurlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, E USSR, Kína, Mongólía, Indland, N Ameríka, Arktísk, Mexíkó, S Ameríka ov.
     
Fjallafoxgras
Fjallafoxgras
Fjallafoxgras
Fjallafoxgras
Fjallafoxgras
Fjallafoxgras
Fjallafoxgras
Fjallafoxgras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is