Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Myrrhis odorata
Ćttkvísl   Myrrhis
     
Nafn   odorata
     
Höfundur   (L.) Scop., Fl. Carniol. (ed. 2) 1 : 207 (1772)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Spánarkerfill
     
Ćtt   Apiaceae (Sveipjurtaćtt)
     
Samheiti   Myrrhis sulcata Lag.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex sem ílendur slćđingur hér og ţar viđ bći, í görđum, gömlum garđlöndum og skógarreitum. Mjög erfitt ađ upprćta hann úr görđum hafi hann á annađ borđ náđ ţar fótfestu. Breiđist oft hratt út ţar sem hann nćr sér á strik.
     
Blómlitur   Hvítur-grćnhvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.50-1.6 m
     
 
Spánarkerfill
Vaxtarlag   Stönglar holir, grófgreinóttir, töluvert liđađir, 50-160 sm á hćđ. Stönglar, blađstilkar og blöđ lođin. Öll jurtin sćtilmandi. Blöđin stór, ţrífjöđruđ, ljósgrćn. Sterkt anísbragđ er af blađstilkum.
     
Lýsing   Blómin fimmdeild, grćnhvít, í tvöföldum, samsettum, allstórum (5-10 sm) sveipum, hvert blóm 2-4 mm í ţvermál. Krónublöđin 5, um 2 mm á lengd, skert í oddinn. Frćflar 5. Frćvan međ tveim stílum. Viđ ţroska myndast tvö, gljáandi, dökkbrún deilialdin međ skörpum rifjum. Hvert aldin 20-25 mm á lengd. Smáreifarnar randhćrđar og stórreifar vantar. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Skógarkerfill. Spánarkerfillinn auđţekktur á hćringu og ljósari lit blađanna, anísbragđi blađstilkanna, og á mun stćrri og skarprifjuđum aldinum.
     
Jarđvegur   Frjór, međalrakur, i sól eđa hálfskugga.
     
Heimildir   3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Allalgengur í byggđ hér og hvar um landiđ. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, N Ameríka, Evrópa, Mexíkó ov.
     
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Spánarkerfill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is